framhald
"Hey, vá hvað þessi strákur er hot" "Er hann með einhverri?" "Hann á pottþétt kærustu". Hún velti þessum spurningum fyrir sér á meðan hún skannaði svæðið til að svara þeim eins og ljónynjan sem sér bráðina en skannar svæðið áður en hún ræðst til atlögu. "Ég held að hann sé einn....hvaða taktíkt er best að nota?" Hún spáði í að fara og kynna sig, nú þegar hún er svona fun and fearless á leið í ævintýri, "hverju hef ég að tapa, hann segir þá bara að hann nenni ekki að tala við mig, ég er hvort sem er á Saga og hann er örugglega hinu megin..." Hún stendur upp og tekur glasið sittt "Sjitt, nei þetta er mega hallærislegt, ég meika ekki að fara bara til hans...kannski er hann hommi að fara til Þýskalands, þá hef ég alveg örugglega ekkert til að tala um við hann." Hún sest aftur niður.
"Besta að vera bara subtle, ég ætla að stara á hann þangað til hann horfir til mín og þá ætla ég að brosa, bara brosa, kannski blikka, sjáum til." Hún kemur sér í þægilega stellingu í annars óþægilegum barstólnum, hallar annarri hendinni á barborðið, tjekkar hvort að nokkuð sé spínat í tönnunum, og starir og brosir.
"Þetta er farið að líta frekar geðveikislega út, hann er ekkert að taka eftir mér og hér sit ég og brosi og stara beint á hann eins og stelpan úr Soundgarden myndbandinu, abort mission."
"Fokkkk, hann leit, hann er að horfa, hann er að brosa, hann blikkaði..." Hún brosti vandræðislega tilbaka og blikkaði með báðum augum, stressið var komið í rjóðar kinnarnar. Beyglaði fúli barþjóninn bjargaði mómentinu frá því að verða óbærilegu með því að draga athyglina frá sæta strákunum og að sér. " Fyrirgefðu fröken, ertu að fara til Köben, heitiru Soffía?" Hún leit á hann með nettri undrun en samt glotti, "hann horfði tilbaka og blikkaði", hugsaði hún.
"Ha, já og nei, ég heiti ekki Soffía." Barþjónninn hvarf á bakvið og hún sneri sér við, "æ, hann er horfinn, týpískt!" Á fimm sekúndum rifjaði hún upp deit og viðreynslu vonbrigði seinustu sjö ára og þetta verður að flokkast undir eitt slíkt.
"Halló, á bara að stara á mann og blikka með báðum augum og snúa sér svo undan?" Hann var mættur. ("ohh nei, er svitalykt af mér, er ég með rauðvísnlegnar tennur og andardrátt, ekki taka í hendina á mér, ég er mega sveitt") Hún reynda að halda kúlinu á meðan hjartað reyndi að sleppa úr fangelsi rifbeina og beint í fangelsið hans. "Hæ (hálf stamandi með þurran munn), eh, ég bara tók eftir því að þú varst líka einn... Hún réttir honum þvala höndina og kynnir sig hátt og snjallt, alveg eins og í grunnskóla í 6 ára bekk. Hann tekur þéttingsfast um hana og kynnir sig. Orð afa hennar koma upp í hugann "ef hann er með aumingjalegt og veiklulegt handtak þá er hann ekki karlmaður fyrir þig glöggin mín". Hann tók fast og ákveðið í hana. Hann kynnti sig líka hátt og snjallt.
Hann gæti klárlega verið sá eini rétti "róleg,róleg, þú veist rétt svo hvað hann heitir...dadadada...hann væri eflaust sætur í three piece suit, silfurgráu.." Hún kaffærir leyndar óskir, langanir og drauma, og bíður honum sæti.
Hann sest og hún mælir hann út, sjálfkrafa fer undirmeðvitundin að mæla hann útfrá þriggja ára draumaprinsalistanum; (dökkhærður-tjekk, vinalegt bros-tjekk, flott klæddur-tjekk, heilræði afa-tjekk, ekki renglulegur-tjekk, kyssulegur-tjekk, með hár-tjekk, flottir skór-tjekk)...
"Hvert ertu að fara?" Undirmeðvitundin var trufluð í miðri vinnslu, "Ég flýg til Kaupmannahafnar en ætla sko ekki að stoppa þar, ég verð bara í layover í eina nótt, mér finnst það eitthvað svo óspennandi að fara BARA til Köben , ég meina, það er alveg eins og Ísland og bara íslendingar þarna og hvað? HogM, nei takk, ég ætla bara rétt að stoppa þar..." Augnasteinarnir í bláu augum stækka aðeins við það að heyra alla þessa romsu, "sko svo fer ég til Indlands, ég er að fara í sjö vikna bakpokaferðalag, bara ein, sko stelpurnar klikkuðu á mér á seinustu stundu (hættu að tala, hann er farinn að stara á þig, hættu) og ég ákvað að fara bara ein, ég meina, ég get ekki bara beðið eftir þeim allt mitt líf, (H Æ T T U) þannig að ég bara ákvað að skella mér og hér er ég ein á Leifsstöð að drekka rauðvín og spjalla við þig".....
er þetta ekki bara að fara með þig í spennu....?
siggadögg
-sem á ekki litla svarta bók-
sunnudagur, október 8
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég og pabbi minn eigum bæði svarta bók, ég á meira að segja 3 stykki takk fyrir... og þú hefur lesið eina ;)
Miklu betra að lesa söguna ekki í word stafabrengli :)
LOVE
Meira meira meira....
"með hár"
hahahahahahaha, klárlega númer eitt tvö og þrjú!
ash
Skrifa ummæli